Við höfum mikla reynslu í hönnun, uppbyggingu og umhirðu gróðurþaka á Íslandi. Við höfum verið leiðandi í nýjum aðferðum við uppbyggingu gróðurþaka og byggjum þekkingu okkar m.a. á þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum og rannsóknarverkefnum. Rétt uppbygging, m.a. val á byggingarefnum, ræktunarjarðvegi og gróðurþekju er lykil atriði til að útlit, heilbrigði og ending sé samkvæmt kröfum og þörfum verkkaupa.
Hafðu endilega samband ef þú ert með spurningar varðandi gróðurþök.