loader
--------1

Í Perlunni má finna glæsilegan gróðurvegg sem byggður var haustið 2017. Gróðurveggurinn er hannaður af  Michael McCullough hjá Greenwalls VPS. fyrir þáverandi eigendur Kaffitárs. Veggurinn er stærsti sinnar tegundar á Íslandi, samtals um 80 m2 og þekur fjóra samliggjandi veggi umhverfis lyftuhús Perlunnar. Gróðurvegurinn er svo kallaður “Vasaveggur” þar sem vasar eru gerðir í filtdúka og gróðursett í vasana. Filtdúkarnir eru festir á sérstakar PVC plötur sem eru á grind. Sjálfvirkt vökvunarkerfi er undir dúknum sem vökvar plönturnar og gefur fljótandi áburð. Ekki er gróðurlýsing við vegginn en Perlan er með glerþaki og yfirleitt ágæt birta fyrir plönturnar. Upphafleg hönnun gerði ráð fyrir rúmlega 3.000 plöntum af 9 tegundum en einhverjar breytingar hafa verið gerðar á fjölda og tegundum frá uppsetningu.

Bjarklind&Kemp ehf. ásamt Gróinn ehf. hafa komið að viðhaldi kerfa og umhirðu gróðurs.