Við hjá Bjarklind&Kemp ehf. óskum eigendum Sky Lagoon til hamingju með opnunina. Þetta verkefni er ótrúlegt afrek og ber að hrósa Eyþóri og Gesti fyrir að hafa kjarkinn og úthaldið í þetta mikla þrekvirki. Þrátt fyrir miklar áskoranir og oft erfiðar aðstæður var okkar þátttaka undantekningarlaust skemmtileg og lærdómsrík. Við erum þakklát fyrir traustið og tækifærið til að vinna með landsliði handverks- og fagmanna.