loader

Nýlega opnaði Sky Lagoon nýja og glæsilega viðbyggingu við lónið. Í byggingunni eru m.a. ný og glæsileg gufuböð. Það var virkilega gaman að taka þátt í frágangi gróðursvæða og rifja upp gamla takta frá fyrri áfanga verksins. Það er skemmtileg áskorun að vinna gróðurþök þar sem fláar og landslag eru meiri en hefðbundin uppbygging ræður við. Við óskum vinum okkar í Sky Lagoon innilega til hamingju með bygginguna og bíðum spennt eftir næstu ævintýrum á Kársnesi.