loader

Úttekt á stíg, gróðri, náttúru, umhverfi og öryggi ferðamanna í og við gljúfrið.

Vinnan fólst m.a. í kortlagningu á gróðurskemmdum, hættusvæðum og setja fram tillögur að úrbótum og áherslum til að koma í veg fyrir frekar skemmdir og auka öryggi ferðamanna.

Mikil aukning ferðamanna í og við gljúfrið hefur gert það að verkum að miklar skemmdir hafa myndast á gróðri. Mismunandi stígar hafa myndast upp með gljúfrinu með tilheyrandi skemmdum. Engir uppbyggðir innviðir eru við gljúfrið og er öryggi ferðamanna ótryggt þegar gengið er fram á bjargbrúnir. Ráðast þarf í framkvæmdir á svæðinu til að hlífa gróðri, jarðvegi og auka öryggi ferðamanna.