loader
--------1

Gróðurveggurinn í Grósku er án efa glæsilegast gróðurveggur sem finnst á Íslandi og þótt víða væri leitað. Veggurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi þar sem ræktað er í hólfum með steinull (Grodan steinull).

Veggurinn var fyrst settur upp í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Hveragerði. Plönturnar voru forræktaðar í veggnum í 2 mánuði og fluttar tilbúnar til Grósku. Uppsetning og forræktun var í höndum Bjarklind&Kemp ehf. og Gróinn ehf.

Hönnuður og framleiðandi kerfisins er Mark Laurence. Uppsetning hjá Grósku var stjórnað af Arvid Ekle, sem er norskur sérfræðingur í gróðurveggjum. Auk Arvid komu tveir starfsmenn frá Noregi; Ingemann Kvarsnes og Christian Ekle . Baldur frá Gróinn og Magnús frá Bjarklind&Kemp tóku einnig þátt í uppsetningunni. Uppsetningin með öllum tengingum tók 2 daga.

Eftir uppsetningu hafa Baldur Gunnlaugsson og Magnús Bjarklind séð um umhirðu gróðurs og viðhald búnaðar.