loader
--------1

Nýlega opnaði Húsasmiðjan fagmannaverslun í nýju og glæsilegu húsnæði í Kjalarvogi. Þar má finna fallegan gróðurvegg sem setur skemmtilegan svip á húsnæðið. Gróðurveggurinn var settur upp í júní 2018. Stærð veggjar er um 5,5 m2 og samtals eru 200 plöntur af 6 tegundum. Í veggnum er sjálfvirkt vökvunar- og áburðarkerfi. Bjarklind&Kemp ehf. og Gróinn ehf. sáu um hönnun, efnisval og uppsetningu. Umhirða er í framkvæmd af starfsmönnum Blómavals. Hér má finna nokkrar myndir af veggnum og uppsetningu hans.