loader

Ljóðrænn rósagarður við Freyjugötu var formlega opnaður sumarið 2024.

Hugmyndin að gerð Freyjugarðs kom upphaflega frá Sigrúnu Úlfarsdóttur hönnuði, sem árið 2021 kom að máli við Reykjavíkurborg með hugmynd að „skáldkonugarði” á svæði við Freyjugötu þar sem áður hafði verið leiksvæði var síðar breytt í setsvæði með borðbekkjum. Hugmyndin snerist um rósagarð að franskri fyrirmynd, þar sem skilti með ljóðum kvenna prýddi jafnframt garðinn.

Umhverfis- og skipulagssvið tók vel í þessa hugmynd og fannst hún henta vel í þennan garð við Freyjugötu. Sviðið setti hugmyndina í framkvæmd og lét hanna garðinn en endurhönnun var í höndum Landmótunar og Lisku. Garðurinn er nú búinn að lifna við en rósirnar eru komnar niður og skilti með ljóðum kvennanna upp en það var Elías Rúni, sem hannaði skiltin. Enn fremur er áberandi í garðinum skemmtilegt vegglistaverk unnið af Narfa Þorsteinssyni. 

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar