loader
Endurgerðin felst í að endurnýja yfirborðsefni og jarðveg en mikið af ágengu illgresi hefur náð bólfestu í hólmanum, m.a. kerfill og hvönn, sem truflar fuglalífið. Jarðvegur í yfirborði var fjarlægður og nýtt efni flutt á svellinu yfir í hólmann. Gert er ráð fyrir að svæðið verði þökulagt vorið 2025. Einnig verður grjótkantur endurhlaðinn.