- Posted on
- Magnús
Eftirlit með lóðaframkvæmdum á nýjum ungbarnaleikskóla við Ármúla í Reykjavík. Almennt verkeftirlit, mælingar samskipti við verktaka og hönnuði.
Eftirlit með lóðaframkvæmdum á nýjum ungbarnaleikskóla við Ármúla í Reykjavík. Almennt verkeftirlit, mælingar samskipti við verktaka og hönnuði.
Mælingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Hvammsvík. Mælingar og myndataka með dróna. Nákvæm þrívíð líkön og teikningar til að hanna og teikna fyrirhuguð mannvirki. https://shp-consulting.nira.app/a/UMB8afImSTasEGm9yJOXZA/1
Eftirlit og umsjón með endurnýjun öryggisgirðinga, aksturshliðs og yfirborðsefna við tengivirkið á Seyðisfirði. Einnig gerð drenskurða og frágangs á gróðursvæðum.
Úttekt á stíg, gróðri, náttúru, umhverfi og öryggi ferðamanna í og við gljúfrið. Vinnan fólst m.a. í kortlagningu á gróðurskemmdum, hættusvæðum og setja fram tillögur að úrbótum og áherslum til að koma í veg fyrir frekar skemmdir og auka öryggi ferðamanna. Mikil aukning ferðamanna í og við gljúfrið hefur gert það að verkum að miklar […]
Gaman fyrir okkur að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni í Öskjuhlíðinni. Þessi nýi stígur verðu aðgengilegur fyrir alla og tengir saman ýmsa aðra minni stíga á svæðinu. Lega stígsins er eftir sömu hæðarlínu hringinn í kringum Perluna og því láréttur sem auðveldar aðgengi fyrir ýmsa hópa. Sjá nánar um verkefnið hér: https://reykjavik.is/frettir/nyr-stigur-baetir-verulega-adgengi-ad-oskjuhlid
Nýlega fengum við nokkra hressa Landscape technician (Jordbrugsteknolog) nemendur frá EAAA í heimsókn. Þau voru að sjálfsögðu spennt að heyra um uppbyggingu Sky Lagoon o.fl. áhugaverð verkefni. Á myndinni sést Baldur Gunnlaugsson með hópnum við Sky Lagoon á Kársnesi.
Við hjá Bjarklind&Kemp ehf. óskum eigendum Sky Lagoon til hamingju með opnunina. Þetta verkefni er ótrúlegt afrek og ber að hrósa Eyþóri og Gesti fyrir að hafa kjarkinn og úthaldið í þetta mikla þrekvirki. Þrátt fyrir miklar áskoranir og oft erfiðar aðstæður var okkar þátttaka undantekningarlaust skemmtileg og lærdómsrík. Við erum þakklát fyrir traustið og […]
Gróðurveggir þurfa góða umhirðu til að tryggja heilbrigði, gott útlit og langan líftíma. Gróðurveggurinn í Grósku er klipptur á 7 vikna fresti. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig klippingin fer fram.
Nú styttist í opnun baðlónsins á Kársnesi. Það hefur verið mikið ævintýri fyrir okkur hjá Bjarklind&Kemp að taka þátt í uppbyggingu gróðursvæða við lónið. Svæðið er engu líkt og í raun hreint listaverk, enda hafa ýmsir listamenn tekið þátt í framkvæmdinni. (myndirnar eru af heimasíðu Sky Lagoon).
Hér fylgir örstutt myndband sem sýnir uppsetningu gróðurveggjarins í Grósku á ca. 1 mínútu. Uppsetningin gekk framar björtusut vonum og tók aðeins 2 daga. Reyndar var búið að undirbúa vinnuna vel, m.a. 2 mánaða forræktun plantna í gróðurhúsi. Ef þú ert að spá í gróðurvegg skaltu hiklaust hafa samand við okkur.