Gróðurveggurinn í Grósku var settur upp í byrjun árs 2020. Eftir uppsetningu hefur veggurinn verið klipptur á um 8 vikna fresti. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel gróðurinn þrífst í veggnum en það sést m.a. vel á því að friðarliljan hefur blómstrað alla daga í þau næstum fjögur ár sem liðin eru frá uppsetningu veggjarins. Hér má sjá myndir frá nýlegri klippingu.