loader
--------1

Við veitum alhliða ráðgjöf og þónustu á sviði landslags, umhverfis og garðyrkju og höfum mikla reynslu í verklegum framkvæmdum, m.a. uppbyggingu og umhirðu grænna svæða, verkeftirliti, landmælingum og kortagerð.

Landmælingar – Kortagerð

Verkeftirlit – Verkefnastjórn

Gróðurveggir

Við höfum mikla reynslu í uppbygginug og umhirðu gróðurveggja á Íslandi. Við störfum með leiðandi sérfræðingum, hérlendis og erlendis, í hönnun, framleiðsu og innflutningi sérhæfðs búnaðar fyrir gróðurveggi, m.a. gróðurlýsingar, vökvunarkerfi, áburðarblandarar, stýrikerfi og ræktunarbúnaðar. Við veitum alla þjónustu og ráðgjöf vegna gróðurveggja, sérsniðið að aðstæðum verkkaupa.

Gróðurþök

Við höfum mikla reynslu í hönnun, uppbyggingu og umhirðu gróðurþaka á Íslandi. Við höfum verið leiðandi í nýjum aðferðum við uppbyggingu gróðurþaka og byggjum þekkingu okkar m.a. á þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum og rannsóknarverkefnum með verkfræðideild Háskóla Íslands.